NOVIS óskar þess að upplýsa viðskiptavini og samstarfsaðila um nýjustu þróun mála í yfirstandandi lagalegum ágreining félagsins við yfirvöld.
Þann 1. júní 2023 tók Seðlabanki Slóvakíu (NBS) þá ákvörðun að afturkalla leyfi NOVIS til þess að selja nýja vátryggingarsamninga og jafnframt því lagði fram beiðni við viðeigandi dómstól að NOVIS yrði tekið upp til slitameðferðar.
Eftir vandlega skoðun taldi NOVIS að ákvörðun NBS væri byggð á misskilning á staðreyndum og rangri beitingu viðeiganda laga. Vegna þessa höfðaði NOVIS dómsmál gegn NBS með 115 bls. stefnu þann 4. ágúst 2023 þar sem ákvörðun NBS var mótmælt og krafðist algerrar ógildingar á ákvörðun bankans. NOVIS lagði fram matsgerð þriggja óvilhallra sérfræðinga þar sem slíkt sérfræðiálit var ekki að finna í málatilbúnaði NBS.